132. löggjafarþing — 93. fundur,  27. mars 2006.

Stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins.

392. mál
[15:42]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Augljóslega er framsóknarmaðurinn Birkir Jón Jónsson með samviskubit þegar hann mælir fyrir þessu nefndaráliti. Ég skil félagshyggjuframsóknarmenn vel að þeir séu með samviskubit og líði illa.

Ég vil spyrja þingmanninn fyrst að því: Hvort er rafmagnið og dreifing þess samfélagsþjónusta eða samkeppnisrekstur sem á fyrst og fremst að skila arði á arðsemisgrunni?

Í öðru lagi: Hvort er betra að stjórnendur fyrirtækisins ráði mestu um þessa þjónustu eða eigandinn, sem er ríkið og hið opinbera, til að tryggja neytendum sem besta og öruggasta þjónustu?

Ég heyrði ekki rökin fyrir því að einkavæða Rarik. Því það er nú svo að hlutafélagavæðing er fyrsta skref einkavæðingarinnar, hið formlega skref þar sem fyrirtækinu er (Forseti hringir.) breytt í hlutafélag. Þar með er einkavæðingin hafin, frú forseti.