132. löggjafarþing — 93. fundur,  27. mars 2006.

Stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins.

392. mál
[15:51]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmanni, formanni iðnaðarnefndar, verður tíðrætt um það í ræðu sinni að breytingin sé gerð til að gera rekstur fyrirtækisins sveigjanlegri. Það sé hægt að taka ákvarðanir með skjótari hætti en nú er þar sem bera þurfi allar ákvarðanir Rariks í dag undir ráðuneytin. Hann talaði um aukna ábyrgð á stjórn eigendanna.

Ég vil spyrja hv. þingmann um rökstuðninginn fyrir því að það að gera rekstur Rariks sveigjanlegri — sem í mínum huga þýðir að það verði meiri völd hjá forstöðumanni eða forstjóra til að ráða og reka fólk án áminningar — geti fært okkur lægra raforkuverð. Rökstuðninginn vantaði alveg í ræðu hans.