132. löggjafarþing — 94. fundur,  28. mars 2006.

Upplýsingaréttur um umhverfismál.

221. mál
[15:39]
Hlusta

umhverfisráðherra (Sigríður A. Þórðardóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég greindi frá því við 1. umr. þessa máls að á sínum tíma hefði verið skipaður starfshópur þriggja ráðuneyta til að fara yfir efni samningsins. Þá kom í ljós að það var miklu flóknara mál að innleiða Árósasamninginn en menn höfðu áður talið. Ég skipaði síðan nefnd fyrir rúmlega ári, en í henni áttu sæti fulltrúar fleiri ráðuneyta, til að greina nákvæmlega hvaða breytingar væru nauðsynlegar á lögum og það er auðvitað gert í þeim tilgangi að skoða umfang þessa máls. Ákvarðanir verða síðan teknar í framhaldi af því. Þessu svaraði ég, að ég tel mjög skýrt, við 1. umr. um málið.