132. löggjafarþing — 94. fundur,  28. mars 2006.

Heimild til að afsala til Landsvirkjunar vatnsréttindum og landi vegna Búrfellsvirkjunar.

456. mál
[18:22]
Hlusta

Kristinn H. Gunnarsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mig langar að beina fyrirspurn til forseta áður en umræðunni lýkur vegna þess að fjórir nefndarmenn undirrita álitið með fyrirvara en enginn þeirra hefur gert grein fyrir fyrirvaranum. Þetta eru fjórir nefndarmenn úr þremur stjórnmálaflokkum og þeir eru kosnir af þingheimi til að athuga málið og skila því af sér til þingsins aftur með áliti sínu. Það er í raun óeðlilegt að umræðan um málið fari fram og ljúki án þess að þeir þingmenn hafi gert grein fyrir fyrirvara sínum til okkar sem þingheimi og tökum þátt í umræðunni um afgreiðslu málsins.

Ég spyr því hæstv. forseta hvernig hann hyggist meðhöndla þennan skort á upplýsingum frá nefndarmönnum til þingsins?