132. löggjafarþing — 95. fundur,  29. mars 2006.

Aðstaða farþega á Egilsstaðaflugvelli.

518. mál
[12:52]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Ég vil þakka hv. þm. Bjarkeyju Gunnarsdóttur fyrir þá ágætu fyrirspurn sem hún hefur borið fram, þingmanni Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Í annars ágætt svar hæstv. samgönguráðherra finnst mér vanta upplýsingar um það hvað ætlunin er að gera nákvæmlega í sumar, úr hverju á að bæta, nákvæmlega hvaða atriði á að framkvæma, hvað á að gera í sumar og svo næsta sumar. Mér finnst mjög mikilvægt að því sé svarað.

Hv. þm. Ísólfur Gylfi Pálmason sagði það athyglisvert að Vinstri grænir vilji styrkja flugvöllinn á Egilsstöðum. Auðvitað viljum við það. Þarna eru mikil umsvif í gangi og það væri fáránlegt að stinga höfðinu í sandinn eins og framsóknarmenn vilja oft gera, stökkva út um dyrnar og síðan gleyma raunveruleikanum. Raunveruleikinn er sá að það þarf að endurbæta, styrkja og efla starfsemi og aðbúnað á flugvellinum á Egilsstöðum og það ber að gera.