132. löggjafarþing — 95. fundur,  29. mars 2006.

Lenging flugbrautarinnar á Akureyri.

519. mál
[13:10]
Hlusta

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka hæstv. samgönguráðherra fyrir svörin. Einnig fyrir það að hann nefnir að nú sé unnið að þarfagreiningu fyrir Akureyrarflugvöll og aðra flugvelli og að tekið verði tillit til þeirrar vinnu varðandi endurskoðun á samgönguáætlun.

Varaflugvellir eru á Akureyri og Egilsstöðum og því er mikilvægt að staða þeirra sem varaflugvalla sé tryggð. Að mínu mati verður líka að horfa á meira en eingöngu lendingarskilyrði og þjónustu við flugvélar. Þarna eru mögulega og alveg örugglega ný atvinnutækifæri fyrir svæðið, þ.e. að efla ferðaþjónustuna og hugsanlega að taka við meira fraktflugi og öðru en gert er í dag og ef til vill hentar Egilsstaðaflugvöllur jafnvel betur betur til þess en Keflavíkurflugvöllur.

Mér finnst mjög mikilvægt að í þessari vinnu sé með einhverjum hætti (Forseti hringir.) hægt að skrá eftirspurn eftir lendingum á þessa velli.