132. löggjafarþing — 95. fundur,  29. mars 2006.

Háskóli Íslands.

578. mál
[14:25]
Hlusta

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Þetta voru alveg ótrúlega rýr svör hjá hæstv. menntamálaráðherra sem hér komu fram við fyrirspurn hv. þm. Björgvins G. Sigurðssonar. Það er alveg með hreinum ólíkindum að eftir allan þann tíma, eftir allan þann árafjölda sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með menntamálin í landinu, skuli ekki enn vera komin skýr sýn og skýr markmið um hvert við stefnum með háskólastigið, heldur er staðið endalaust í þessum stól og málið þvælt með því að tala um góðan vilja og með því að fjalla um þá þætti málsins sem kannski skipta minna máli þegar kjarni málsins er fjármögnunin. Það kom skýrt fram í báðum þeim skýrslum sem komu fram á síðasta ári og að Háskóli Íslands hefur staðið sig mjög vel í því að vinna úr þeim lágu framlögum sem honum er úthlutað af hálfu ríkisins. Hin skýra sýn sem við þurfum (Forseti hringir.) að heyra hér snýst því um fjármagn fyrst og fremst.