132. löggjafarþing — 95. fundur,  29. mars 2006.

Kvennaskólinn á Blönduósi.

605. mál
[14:56]
Hlusta

Jóhanna Erla Pálmadóttir (S):

Virðulegur forseti. Okkur Húnvetningum þykir ofur vænt um Kvennaskólann á Blönduósi og einnig Heimilisiðnaðarsafnið sem stendur þar við hliðina og því fagna ég fyrirspurn hv. þm. Jóns Bjarnasonar til menntamálaráðherra.

Ein milljón var lögð til hússins til endurbóta og úttektar og er náttúrlega auðséð að það er ekki nándar nærri nóg. Ég hvet því hæstv. menntamálaráðherra til að gera allt sem í hennar valdi stendur til að fjármagna endurbætur og viðgerð á kvennaskólanum.