132. löggjafarþing — 96. fundur,  29. mars 2006.

Almenn hegningarlög.

365. mál
[16:49]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við í Frjálslynda flokknum styðjum þetta mál og teljum að hér sé ekki farið of skammt. Ég tel einmitt að menn eigi að fara varlega í þessum málum, þau eru viðkvæm og ég held að ef menn fara yfir þessi mál ætti þeim að verða ljóst að fæst þeirra verða leyst í fangelsum landsins, hvað þá í réttarsölum. Það á miklu frekar að beina sjónum að úrræðum til að aðstoða fólk út úr ástandinu sem ríkir á heimilum. Mönnum hlýtur að vera ljóst að þessi mál snúast oftar en ekki um óreglu frekar en margt annað.

Ég styð þetta mál, frú forseti.