132. löggjafarþing — 96. fundur,  29. mars 2006.

Heimild til að afsala til Landsvirkjunar vatnsréttindum og landi vegna Búrfellsvirkjunar.

456. mál
[17:08]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Við greiðum hér atkvæði um 1. gr. frumvarpsins. Þar er lagt til að forsætisráðherra hafi heimild til að gera nákvæmlega það sama og hann gerði 1965, þ.e. afsala sér ákveðnum réttindum til ákveðinnar virkjunar.

Óbyggðanefnd sló varnagla við að ríkið hefði haft heimild til að afsala þessum réttindum. Það vill svo til að við úrskurð óbyggðanefndar féll eignin til nákvæmlega sama aðila, þ.e. ríkisins. Ríkið er að afsala sér núna nákvæmlega sömu hlutum og það gerði 1965 og er nákvæmlega jafnmikill eigandi og þá þannig að ég sé engan mun á því og greiði atkvæði með þessu.