132. löggjafarþing — 97. fundur,  30. mars 2006.

Mælingar, mæligrunnar og vigtarmenn.

620. mál
[15:24]
Hlusta

viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef kannski ekki svo miklu við þetta að bæta en vil þó ítreka að ég tel að þetta sé eitt af því sem sé alveg ástæða til að fara yfir í nefndinni og skil vel hvað hv. þingmaður er að tala um og hvað það er sem hann hefur áhyggjur af í þessu sambandi. Auðvitað fleygir tækninni fram og ýmislegt er mögulegt í dag sem ekki var mögulegt fyrir örfáum árum.

Í þessu afmarkaða máli sem hv. þingmaður kemur inn á er náttúrlega best að allt sé gert á þann hátt að það sé hafið yfir gagnrýni. Þetta er eitt af því sem er ekki hafið yfir gagnrýni og því tel ég að nefndin muni skoða þetta mál sérstaklega.