132. löggjafarþing — 98. fundur,  3. apr. 2006.

Opinber gjöld af bensíni og olíu.

[15:40]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S):

Frú forseti. Ég held að ég afsali mér öllum konungstitlum úr hendi hv. þm. Sigurjóns Þórðarsonar, hvort sem þeir tengjast sköttum eða öðru.

Varðandi virðisaukaskattinn var ég náttúrlega búinn að svara því. Ég held að það sé varhugavert að við setjum leikreglurnar þannig að ríkisfyrirtæki búi við aðrar aðstæður en aðrir varðandi viðskipti með olíu. Eins og ég sagði áðan eru Gæslunni ákvarðaðar fjárveitingar á fjárlögum og hún þarf að vinna auðvitað innan þess ramma, á sama hátt og aðrar ríkisstofnanir.