132. löggjafarþing — 98. fundur,  3. apr. 2006.

Stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins.

392. mál
[15:46]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við þingmenn Frjálslynda flokksins teljum að sú vegferð sem verið er að fara í þessu máli muni ekki þjóna hagsmunum landsmanna. Sú er niðurstaða okkar af þeim breytingum sem gerðar hafa verið á raforkulögunum að undanförnu að því miður hafi þær ekki skilað sér landsmönnum til hagsbóta. Við munum því ekki ljá þessu máli atkvæði og sitjum hjá við afgreiðslu þess.