132. löggjafarþing — 98. fundur,  3. apr. 2006.

Greiðslur til foreldra langveikra barna.

389. mál
[15:55]
Hlusta

Dagný Jónsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í þessu frumvarpi er verið að stórbæta réttindi foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna. Hér er verið að þétta net velferðarkerfisins með því að koma inn með nýjar greiðslur sem ekki hafa verið greiddar áður og því ber að fagna. Þetta mun koma fjölskyldum langveikra barna til góða sem er svo sannarlega vel þegið enda nægar áhyggjur samt. Ísinn hefur verið brotinn, viðurkenningin er komin og við erum mjög stolt af þessu sanngirnismáli.