132. löggjafarþing — 98. fundur,  3. apr. 2006.

Stjórn fiskveiða.

353. mál
[16:20]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að hugsunin á bak við þessa breytingu hafi skýrst nokkuð með þessum orðum hv. þingmanns. En ég endurtek samt tilmæli mín til hv. formanns sjávarútvegsnefndar að áður en við förum með þetta mál í gegnum 3. umr. væri ansi fróðlegt að fá smáviðbótarnefndarálit sem fælist í því að reiknuð væru tvö, þrjú tilbúin dæmi af bátum sem hefðu haft þessar heimildir í einhvern tíma, mismunandi langan tíma, og sýnt hvað gerist annars vegar við þá breytingu sem hér er lögð til og hins vegar við þá hugmynd að taka úthlutunina bara beint á hverjum tíma.