132. löggjafarþing — 98. fundur,  3. apr. 2006.

Stjórn fiskveiða.

353. mál
[16:22]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Eflaust eiga margir sem hlýða á þessa umræðu erfitt með að skilja um hvað þetta mál snýst. Það fjallar að einhverju leyti um það að verið er að úthluta úr sameign þjóðarinnar út um dittinn og dattinn eftir einhverjum reglum. Það er mjög erfitt að henda reiður á því hvað í rauninni fer fram í þessari umræðu. Ég verð að taka undir það.

En ég vil í fyrsta lagi spyrja hv. formann sjávarútvegsnefndar að því hvort þetta taki að einhverju leyti á brýnasta verkefninu í sjávarútvegi sem er að bæta hag sjávarbyggðanna. Tekur þetta frumvarp á því að einhverju leyti? Og í öðru lagi: Tekur þetta frumvarp á því hvort nýliðum verði veittur aðgangur að þessu kerfi?