132. löggjafarþing — 98. fundur,  3. apr. 2006.

Stjórn fiskveiða.

448. mál
[17:42]
Hlusta

Frsm. meiri hluta sjútvn. (Guðjón Hjörleifsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skal viðurkenna að ég saknaði þess að sjá ekki hv. þm. Össur Skarphéðinsson við 1. umr. en veit að hann á eftir að koma sterkur inn í umræðuna í dag.

Ég held að það séu engin vísindi á bak við þetta. Frumvarpið sem lagt var fram í upphafi byggðist á því að enginn yrði fyrir skerðingu. Þeir aðilar sem voru með mestar aflaheimildir í þessum flokki þegar frumvarpið var sett fram var fyrirtæki í Grindavík sem ég nefndi áðan. Það var með 5,59% í þorski og 8,8% í ýsu. Við erum að tala um 6% og 9%. Síðan leggur Landssamband smábátaeigenda meiri áherslu á að þetta verði minnkað niður í 3% og þetta verði nær því að vera einstaklingsútgerð en að fyrirtæki stækki mikið í þessari atvinnugrein.