132. löggjafarþing — 98. fundur,  3. apr. 2006.

Stjórn fiskveiða.

448. mál
[17:45]
Hlusta

Frsm. meiri hluta sjútvn. (Guðjón Hjörleifsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við höfum fengið upplýsingar, bæði í smáa kerfinu og stóra kerfinu, hvernig hlutföllin eru þar. Ég tel að menn eigi alltaf að vera að skoða þetta. Þetta kom fram í umræðum á þingi þegar hv. þm. Jón Gunnarsson talaði um þetta mál, hafði frumkvæði að því, hvernig kerfið virkaði. Hvort þessi heildarprósenta í þorskinum, 12%, næði bara yfir stóra kerfið yfir heildina. Þá kom í ljós að skerpa þarf á þessu og það er verið að gera með þessu frumvarpi og kannski aðeins að brjóta upp á milli kerfa. Ég held að það sé alveg lykilatriði.

En ég sagði áðan að ekkert væri það heilagt að ekki mætti breyta því og við erum að breyta ýmsum hlutum og eigum að skoða aðra hluti.