132. löggjafarþing — 98. fundur,  3. apr. 2006.

Verkefnasjóður sjávarútvegsins.

382. mál
[21:56]
Hlusta

Frsm. meiri hluta sjútvn. (Guðjón Hjörleifsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég spyr sem formaður í nefnd: Hvenær eru umsagnir réttar og hvenær rangar? Ætla menn að leyfa sér það, þegar þeir veita umsagnir, að það sé geðþóttaákvörðun hvenær þær teljast réttar og hvenær rangar? Þetta eru sömu aðilar og hafa gefið okkur umsagnir í áranna rás. Ég man aldrei eftir því að menn hafi sagt: Þetta er bara misskilningur, nú ertu bara að gera einhver mistök.

Það sem ég var að segja áðan er það að árið 2010, eða í byrjun árs 2011, verður búið að nýta alla þessa peninga. Við erum með 100 milljónir á ári áfram í viðbót hjá Hafró, á hverju einasta ári, framreiknað samkvæmt fjárlögum. Þetta eru 180 dagar á rannsóknarskipum. Svo koma menn í pontu og taka umræðu utan dagskrár um hafrannsóknapeninga. Þá loksins að eitthvað er gert þá fara menn að leika sér að misskilja það.

Hvað telur hv. þingmaður að Hafró eigi að fá mikið af þessum peningum?