132. löggjafarþing — 99. fundur,  4. apr. 2006.

Uppboðsmarkaðir sjávarafla.

616. mál
[13:42]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Þetta frumvarp til laga um uppboðsmarkaði sjávarafla heimilar erlendum aðilum að gerast þátttakendur í íslenskum uppboðsmörkuðum. Í ljós hefur komið að mikið skortir á að nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir um áhrif þess arna á íslenska uppboðsmarkaði og stöðu þeirra.

Á fundi sem var haldinn rétt áðan með Samtökum fiskvinnslu án útgerðar komu fram veigamiklar athugasemdir við frumvarpið og hversu skortir á að reglur og jafnvel lög um fiskmarkaði séu fullnægjandi til að tryggja í rauninni hlutafélag. Í ljósi þessa, herra forseti, skora ég á Alþingi og hv. formann sjávarútvegsnefndar að kalla málið aftur inn og endurskoða það áður en við afgreiðum það. Þingmaðurinn hefur greitt atkvæði og hann situr hjá.