132. löggjafarþing — 100. fundur,  5. apr. 2006.

Innlausn fiskveiðiheimilda.

536. mál
[12:56]
Hlusta

Magnús Þór Hafsteinsson (Fl):

Virðulegi forseti. Þessi umræða sýnir í hnotskurn hvaða rugl þetta er sem við erum komin í. Hér voru að berst fréttir um niðurstöður úr togararalli Hafrannsóknastofnunar. Stofnvísitalan er 15% lægri en í fyrra. Við erum enn að hjakka í sama farinu, gröfumst dýpra og dýpra. Við höfum ekki náð neinum árangri. Ýsan er grindhoruð, stóri árgangurinn frá 2003, holdafarið lélegt og það er fundarfall í sjávarútvegsnefnd á morgun. Af hverju skyldi það vera? Það er þetta sem við eigum að vera að ræða, það er þetta árangursleysi sem við í Frjálslynda flokknum höfum ítrekað verið að benda á. Hinir flokkarnir, sérstaklega ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki viljað hlusta á okkur og ég hlýt að spyrja: Hvenær ætla menn eiginlega að fara að vakna?