132. löggjafarþing — 100. fundur,  5. apr. 2006.

Vaxtabætur vegna endurbóta á húsnæði.

559. mál
[14:55]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S):

Herra forseti. Mér þykir nú yfirleitt leiðinlegt að valda fólki vonbrigðum, en ég held að miðað við þau svör sem ég var að gefa og miðað við yfirlýsingar forsætisráðherra að undanförnu um þau mál sem ég var að reifa hérna, eigi hv. þingmaður ekki að þurfa að hafa miklar áhyggjur af því að það muni dragast á langinn að breytingar verði á þeim málum sem ég var hér að lýsa og þær muni þá leysa þann vanda sem hún var sérstaklega að nefna. Ég vona að ég hafi þá með síðari ræðu minni aðeins dregið úr vonbrigðunum.