132. löggjafarþing — 100. fundur,  5. apr. 2006.

Skattlagning styrkja úr sjúkra- og styrktarsjóðum.

644. mál
[15:04]
Hlusta

Ágúst Ólafur Ágústsson (Sf):

Herra forseti. Stundum verður kerfið svo skrýtið að maður fær á tilfinninguna að það sé bara þarna kerfisins vegna. Þetta mál er dæmi um slíkt. Á hvaða leið erum við þegar við erum farin að skattleggja styrki úr sjúkra- og styrktarsjóðum? Hvaða þörf kallar á slíka skattlagningu? Af hverju erum við svo föst í hugsanagangi kerfiskarlsins og möppudýrsins að kerfið krefst skattlagningar af styrkjum til veiks fólks?

Ég skora á hæstv. fjármálaráðherra að breyta þessu í snarhasti. Eins og vinnulagið er í þinginu þá er valdið hjá honum. Einnig ber að minna á orð sem fallið hafa í umræðunni að það rennur úr fleiri tímaglösum en þingsins þessa dagana. Sýnum því dug og gerum það rétta í þessu máli því að upphæðirnar sem hér er um að ræða skipta ríkissjóð engu máli.