132. löggjafarþing — 100. fundur,  5. apr. 2006.

Skattlagning styrkja úr sjúkra- og styrktarsjóðum.

644. mál
[15:09]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Ég tek undir með hv. fyrirspyrjanda Jóhönnu Sigurðardóttur og tel það alveg fráleitt að greiðslur úr sjúkrasjóðum verkalýðsfélaganna séu skattlagðar. Ég vil lýsa því yfir að það er stefna og ósk og krafa verkalýðshreyfingarinnar almennt að þessar greiðslur verði undanþegnar skatti.

Eins og hæstv. ráðherra er kunnugt hef ég óskað eftir viðræðum við hann og ráðuneytið sem formaður BSRB um að þessi mál verði tekin til endurskoðunar en ég stíg í pontu fyrst og fremst til að lýsa stuðningi við málflutning hv. fyrirspyrjanda Jóhönnu Sigurðardóttur.