132. löggjafarþing — 101. fundur,  6. apr. 2006.

Utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[11:45]
Hlusta

utanríkisráðherra (Geir H. Haarde) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Viðræðurnar snúast um það hvernig hægt er að tryggja okkur sýnilegar varnir með fullnægjandi hætti. Orrustuþotur eru nokkuð fljótar í förum og þær geta brugðist við með stuttum fyrirvara ef þannig er um hnútana búið og það er þannig undirbúið að það sé gert. En auðvitað get ég ekki fullyrt um það hvers konar varnaráætlun það er sem okkur verður kynnt sem hugmynd Bandaríkjamanna á næsta fundi, það liggur alveg í augum uppi. Það kom strax í ljós eftir þessar viðræður af minni hálfu að slík áætlun liggur ekki fyrir núna. Það er verið að vinna í henni, það er það sem er verið að gera.