132. löggjafarþing — 101. fundur,  6. apr. 2006.

Utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[12:22]
Hlusta

Magnús Stefánsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi samskipti hæstv. utanríkisráðherra við utanríkismálanefnd þá ætla ég ekki að bæta neinu við það sem ég sagði áðan. Við munum að sjálfsögðu halda áfram að vinna saman að þeim málum og fjalla um þau í nefndinni.

Hvað varðar einkavæðingu eða formbreytingu á rekstri flugvallarins í Keflavík þá hefur engin ákvörðun verið tekin í þeim efnum eins og hæstv. ráðherra sagði áðan. Hins vegar geta menn lýst sjónarmiðum sínum hvað það varðar og ég hef lýst mínu sjónarmiði. Þetta er einfaldlega mál sem á eftir að fara í gegnum og taka ákvarðanir um. Það er ekkert meira um það segja á þessari stundu.