132. löggjafarþing — 102. fundur,  10. apr. 2006.

Þátttaka ráðherra í umræðu.

[15:34]
Hlusta

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Af því að hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson kaus að flytja umræðuna yfir götuna eins og hann á vanda til, yfir í borgarstjórn Reykjavíkur, sá ég mig knúinn til að taka aðeins málstað hæstv. forseta sem fyrrverandi forseti borgarstjórnar Reykjavíkur með nokkra reynslu af því að þurfa að stýra fundum af þessu tagi.

Ég verð að segja að miðað við þá stöðu sem uppi er á hjúkrunarheimilum í landinu og miðað við athafnaleysi ríkisstjórnarinnar og þögn hæstv. forsætisráðherra í dag sé það ákaflega skiljanleg ákvörðun af hæstv. forseta Alþingis að láta hæstv. fjármálaráðherra þá aðeins tala þegar enginn gæti svarað honum. (Gripið fram í.)