132. löggjafarþing — 102. fundur,  10. apr. 2006.

Opinber stuðningur við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun.

731. mál
[15:44]
Hlusta

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja hæstv. iðnaðarráðherra út í þetta mál og þá sérstaklega út í verkefni sem Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins er falið samkvæmt lögum. Í 53. gr. er m.a. fjallað um að hún eigi að vinna að endurbótum í byggingariðnaði og lækkun kostnaðar við mannvirkjagerð. Hún á að vinna að hagnýtum jarðfræðirannsóknum, kynningu á niðurstöðum rannsókna og veitingu upplýsinga um byggingarfræðileg efni, aðstoð og eftirlit með byggingarefnum og byggingarframkvæmdum og nauðsynlegri rannsóknaþjónustu í þeim greinum sem stofnunin fæst við.

Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja hæstv. iðnaðarráðherra: Hvað á þetta skylt við byggðamál og málefni landsbyggðarinnar?