132. löggjafarþing — 102. fundur,  10. apr. 2006.

Opinber stuðningur við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun.

731. mál
[18:17]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég segi bara að ég hefði aldrei trúað því að svona ungur hv. þingmaður, fulltrúi fyrir svona ungan stjórnmálaflokk, mundi flytja eins gamaldags ræðu og hv. þm. gerði. Ég trúi því að hún viti ósköp lítið hvað byggðamál eru því það á að sameina tæknirannsóknir og nýsköpun og atvinnuþróun en það má ekki nefna byggðamál í því sambandi. Hvað telur hv. þingmaður að byggðamál séu? Er það bara landbúnaður og sjávarútvegur, eða hvað? Hv. þingmaður segir (Gripið fram í.) að það eigi ekki að beita almennum aðgerðum í byggðamálum heldur einungis sértækum aðgerðum. Ég ætla þá að biðja hana að útskýra fyrir mér núna strax hvernig þær sértæku aðgerðir sem hún mælir svona sérstaklega með eru.