132. löggjafarþing — 102. fundur,  10. apr. 2006.

Skráning losunar gróðurhúsalofttegunda.

713. mál
[22:46]
Hlusta

umhverfisráðherra (Sigríður A. Þórðardóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég kem upp til að leiðrétta misskilning varðandi starf nefndarinnar. Það var mjög skýrt tekið fram í erindisbréfi nefndarinnar að henni var falið tiltekið verkefni, m.a. að koma fram með tillögur um þau efni sem henni vannst ekki tími til að vinna þannig að ég taldi að brýnt væri að koma fram með þann hluta starfs nefndarinnar sem var tilbúinn og þess vegna er þetta frumvarp fram komið á þessum tímapunkti. En nefndin fékk leyfi til að ljúka störfum. Ég vil að það sé alveg skýrt að í erindisbréfi nefndarinnar var verksvið hennar skýrt tekið fram.