132. löggjafarþing — 102. fundur,  11. apr. 2006.

Skráning losunar gróðurhúsalofttegunda.

713. mál
[00:19]
Hlusta

umhverfisráðherra (Sigríður A. Þórðardóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er alröng túlkun, hv. þingmaður. Það er alveg makalaust að leyfa sér að túlka og snúa út úr orðum mínum með þessum hætti. Það er skylda okkar að bregðast við aðstæðum sem veröldin er í. Hvernig getum við gert það öðruvísi en t.d. með því að nota þá þekkingu sem við höfum til að sækja fram og til að þróa aðferðir til að bregðast við þessari vá?