132. löggjafarþing — 102. fundur,  11. apr. 2006.

Landmælingar og grunnkortagerð.

668. mál
[01:15]
Hlusta

umhverfisráðherra (Sigríður A. Þórðardóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Hvað kortalagerinn varðar þá þýðir það einfaldlega að stofnunin hættir sölustarfsemi á prentuðum kortum og selur lagerinn. Ég held líka að það sé alveg augljóst ef maður horfir á Landmælingar, að það er ekki heldur víst að Landmælingar Íslands kjósi að standa í deilum af því tagi sem stofnunin hefur staðið í á undanförnum árum.

Hvað snertir fákeppni tel ég þær áhyggjur ástæðulausar því það eru nokkrir aðilar sem eru færir um að taka þátt í samkeppni á þessu sviði.