132. löggjafarþing — 102. fundur,  11. apr. 2006.

Landhelgisgæsla Íslands.

694. mál
[01:44]
Hlusta

dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel algerlega ástæðulaust að draga upp þá mynd að Landhelgisgæslan búi við einhvern fjárskort. Það sem er verið að vinna við þyrlurnar er viðgerð, 3.000 tíma viðgerð, og er það í fyrsta sinn sem farið er í það á 11 ára starfstíma þyrlunnar. Ég tel einmitt að ef þannig hefði verið staðið að skipulagi flugrekstrar á vegum Gæslunnar hefði verið unnt að leysa þetta mál án þess að menn settu það upp sem eitthvert fjárskortsmál því þá hefðu menn hagað fjárstýringum í samræmi við það sem menn geta gert í hlutafélögum en geta ekki gert í opinberum rekstri. Ef menn hefðu talið að ástæða væri til að vinna þetta eftirlit í aukavinnu meira en gert hefur verið til að stytta tímann hefði það verið auðveldara ef hlutafélagsform væri um þennan hluta af rekstri Gæslunnar en ekki það ríkisstofnunarform sem er núna. (Gripið fram í: Þetta er bara skoðun ... ráðherrans.)