132. löggjafarþing — 102. fundur,  11. apr. 2006.

Fullnusta refsidóma.

675. mál
[02:31]
Hlusta

Ágúst Ólafur Ágústsson (Sf):

Frú forseti. Ég get verið stuttorður um þetta mál en hæstv. dómsmálaráðherra er búinn að gera grein fyrir efni frumvarpsins. Mig langar aðeins að spyrja hæstv. dómsmálaráðherra í ljósi þess að hér er verið að fylgja eftir ákvörðun um að flytja þessa starfsemi á Blönduós, en það var rætt hér á sínum tíma að mig minnir: Gæti hæstv. dómsmálaráðherra rifjað upp hversu mörg störf þetta eru? Hvað verður um þá starfsmenn sem unnið hafa þessa vinnu í Reykjavík? Hafa þeir fengið önnur störf sambærileg? Þessu máli tengt, stendur til af hálfu hæstv. dómsmálaráðherra að flytja fleiri verkefni út á land?