132. löggjafarþing — 103. fundur,  11. apr. 2006.

Upplýsingalög.

690. mál
[14:22]
Hlusta

forsætisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil hvorki nota orðið þjónustugjald né skatt í þessu sambandi. Ég vænti þess að andi frumvarpsins sé skýr.

Að því er varðar Landmælingar Íslands get ég ekki staðfest það sem hv. þingmaður sagði hér, að það væri misræmi þarna í milli. Það var a.m.k. ætlunin að fullt samræmi væri milli þessara frumvarpa. Ef um eitthvert misræmi er að ræða verður að sjálfsögðu að líta á það en ég get ekki gert orð hv. þingmanns að mínum, en ef svo er mun verða farið yfir það í nefnd eins og hv. þingmaður sagði. Það verður að vera alveg ljóst að fullt samræmi sé í því sem þar er verið að gera. Frumvarp umhverfisráðherra er flutt í framhaldi af þeirri vinnu sem hér hefur verið unnin og þetta frumvarp byggir á.

Það má því segja að frumvarp umhverfisráðherra sé líka afrakstur þeirrar vinnu sem þarna er unnin og að því leytinu til átti það að vera ljóst að þarna væri fullt samræmi á milli. Ef svo er ekki verður að leiða það í ljós.