132. löggjafarþing — 103. fundur,  11. apr. 2006.

Almenn hegningarlög.

712. mál
[17:28]
Hlusta

dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel að þær þjóðir sem hafa svipuð ákvæði í lögum og við og lagt er til í þessu frumvarpi hér séu ekki á siðferðislega lægra stigi en Svíar þótt þeir hafi sett þetta ákvæði í sín lög. Að það sé ekki hægt að leggja þann dóm á þjóðir að þær standi lakar siðferðislega en Svíar þótt þær hafi ekki lögfest þessi ákvæði.

Svíar eru að lögfesta þetta út af sérstökum vanda í sínu landi út af því að þar var mansal orðið áberandi og götuvændi var orðið áberandi og þeir ákváðu að grípa til þessara ráðstafana í því skyni að sporna við þessum vanda. Þetta snýst ekki um að flokka þjóðir eftir einhverri siðferðislegri mælistiku þegar við ræðum þetta mál.