132. löggjafarþing — 104. fundur,  19. apr. 2006.

Ríkisútvarpið hf.

401. mál
[14:59]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Í hv. efnahags- og viðskiptanefnd var frumvarp hv. þm. Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur einmitt haft til hliðsjónar við vinnslu þessa máls og mörg atriði tekin úr því inn í þetta frumvarp og m.a. sú grein sem ég nefndi hérna. Það er engin takmörkun á því hvað þingmenn geta spurst fyrir um á aðalfundi hjá RÚV þannig að það er í rauninni enginn munur á því að spyrjast þar fyrir og spyrja samkvæmt upplýsingalögum og þar af leiðandi er sú röksemd sem hv. þingmaður nefndi fallin fyrir róða, þ.e. að þessi félög lúti ekki upplýsingalögum. Þau gera það ekki í dag. Það er rétt. En ég reikna með því að fyrst menn eru svona uppteknir af þessu og vilja gjarnan fá meiri upplýsingar þá munu þeir styðja frumvarp ríkisstjórnarinnar sem er á þskj. 520.