132. löggjafarþing — 104. fundur,  19. apr. 2006.

Ríkisútvarpið hf.

401. mál
[15:04]
Hlusta

Forseti (Rannveig Guðmundsdóttir):

Hv. 7. þm. Suðvest. Katrín Júlíusdóttir spurði eftir ráðherra og lét í ljós áhuga á að spurningar hennar kæmust örugglega til ráðherra. Hún gerði ekki beinlínis kröfu um að ráðherra yrði mættur meðan hún héldi ræðu sína.

Forseti gerði ráðstafanir til þess að kallað yrði eftir því hvort það væri ekki alveg öruggt að menntamálaráðherra kæmi til Alþingis og jafnframt að það yrði tryggt að spurningar þingmannsins yrðu teknar niður og kæmust til menntamálaráðherra.

Forseta var tjáð að menntamálaráðherra væri á leið til þings. Forseti mun að sjálfsögðu kanna nú hvað líður för menntamálaráðherra.