132. löggjafarþing — 105. fundur,  21. apr. 2006.

Ríkisútvarpið hf.

401. mál
[17:09]
Hlusta

Frsm. meiri hluta menntmn. (Sigurður Kári Kristjánsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég vísa til fyrri svara minna um þetta mál. Ég sagði áðan að ég væri enn þá sömu skoðunar varðandi ríkisrekstur á fjölmiðlum. Hv. þingmaður getur bara lesið í skoðanir mínar í tengslum við svar sitt hvað það varðar.

En hitt er annað mál af því við tölum um ágreininginn milli stjórnarandstöðunnar. Það er rétt að stjórnarandstaðan er samstiga um að máli þessu verði vísað frá. En hv. þm. Ögmundur Jónasson, ég er hræddur um að hann muni ekki taka undir það með hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni að breyta eigi Ríkisútvarpinu í sjálfseignarstofnun. Ég er líka hræddur um að hann taki ekki undir það með hv. þm. Björgvini G. Sigurðssyni að taka eigi (Forseti hringir.) Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði eða hv. þm. Merði Árnasyni um að (Forseti hringir.) það megi svo sem breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag svo lengi sem ákveðin skilyrði eru uppfyllt.