132. löggjafarþing — 105. fundur,  21. apr. 2006.

Ríkisútvarpið hf.

401. mál
[17:16]
Hlusta

Frsm. meiri hluta menntmn. (Sigurður Kári Kristjánsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður þreytist ekki á að minna á að ég sé þeirrar skoðunar að ríkið eigi ekki að reka fjölmiðil og telur að ég hafi skipt um skoðun í því sambandi.

Það hef ég ekki gert. Ég veit ekki hvað ég þarf að segja hv. þingmanni það oft, annaðhvort heyrir hann illa eða skilur ekki það sem ég er að segja í þessum efnum. Ég hef hins vegar sagt að ekki sé pólitískur vilji, hvorki hér á Alþingi né annars staðar, til að fara í þetta söluferli. Þá veltir maður því fyrir sér hvað eigi að gera? Ég hef talið að það sé skylda mín sem þingmanns og sem handhafa löggjafar- og fjárveitingavalds að tryggja að farið sé skynsamlega með peninga og að ríkisstofnanir séu reknar með skynsamlegum hætti. Ég tel að hlutafélagaformið sé það skynsamlegasta sem við höfum í þessu sambandi.

Þannig er það og það er alveg sama hvað hv. þingmaður nefnir það oft og tönnlast oft á því að (Forseti hringir.) ég hafi skipt um skoðun í þessu máli. Sannleikurinn er sá (Forseti hringir.) að það hef ég ekki gert.