132. löggjafarþing — 107. fundur,  24. apr. 2006.

Varamaður tekur þingsæti.

[15:03]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseta hefur borist svohljóðandi bréf frá þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, Arnbjörgu Sveinsdóttur, dagsett í dag þann 24. apríl:

„Þar sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, 2. þm. Reykv. n. er erlendis í opinberum erindagerðum og getur ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 2. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, Ingvi Hrafn Óskarsson lögfræðingur, taki sæti hans á Alþingi á meðan en 1. varamaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, Katrín Fjeldsted, getur ekki tekið sæti á þingi að þessu sinni sökum dvalar erlendis.“

Þá hefur borist svohljóðandi bréf frá 1. varamanni Sjálfstæðisflokksins í Reykv. n., Katrínu Fjeldsted, dagsett í dag:

„Þar sem ég verð erlendis á næstunni get ég ekki tekið sæti á Alþingi sem varamaður Björns Bjarnasonar, 2. þm. Reykv. n., að þessu sinni.“

Kjörbréf Ingva Hrafns Óskarssonar hefur þegar verið rannsakað og samþykkt.

Ingvi Hrafn Óskarsson hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni.

 

[Ingvi Hrafn Óskarsson, 2. þm. Reykv. n., undirritaði drengskaparheit um að að halda stjórnarskrána.]