132. löggjafarþing — 107. fundur,  24. apr. 2006.

Ástandið í Palestínu.

[15:27]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Nei, mér finnst eðlilegt að allir fordæmi hryðjuverk. Nú er það að gerast að bæði Hamas og Fatah eru komin í hár saman og það logar allt stafna á milli í þessu landi. Staðreyndin er sú að Hamas-samtökin hafa í reynd viðurkennt landamærin frá 1967, sem eru þau landamæri sem Sameinuðu þjóðirnar fylgja. Ísraelsmenn viðurkenna hins vegar ekki þessi landamæri. En ég vil þá beina spurningu til hæstv. ráðherra: Hvernig væri hann stemmdur ef hvað eftir annað hefði verið ráðist á heimili hans með eldflaugaárásum, sonur hans myrtur og eiginkona lömuð, hann hefði orðið sigurvegari í frjálsum kosningum þar sem 77% þjóðarinnar hefðu tekið þátt við mjög erfiðar aðstæður, að kosningum loknum hefði honum verið meinað að sækja þingfund og allt þetta af hálfu hernámsliðs í landi hans? (Forseti hringir.) Hvernig hefði hann brugðist við við slíkar aðstæður?