132. löggjafarþing — 107. fundur,  24. apr. 2006.

Sinfóníuhljómsveit Íslands.

402. mál
[17:03]
Hlusta

Frsm. meiri hluta menntmn. (Sigurður Kári Kristjánsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég veit svo sem ekki hvað hv. þingmanni finnst um mínar skoðanir. Hann verður að hafa það fyrir sig. Ég skildi hann ekki betur en svo að hann varpaði til mín ákveðnum spurningum sem ég reyndi að svara. Ég sagði að í mínum huga væri morgunljóst að Ríkisútvarpið ætti þessa fiðlu. Það er nú bara þannig. Ég leit þannig á að hv. þingmaður væri að spyrja mig álits á því. Þetta er mitt álit og mín skoðun. Hún byggir á þeim upplýsingum sem fram komu í nefndinni.

Auðvitað á ríkissjóður þetta allt saman á endanum, í því er sannleikskorn, meðan ríkið á Ríkisútvarpið og á og rekur Sinfóníuhljómsveitina. Þá hlýtur þetta á endanum, þegar til uppgjörs kemur, að renna inn í bækur ríkissjóðs.