132. löggjafarþing — 107. fundur,  24. apr. 2006.

Stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar Íslands.

708. mál
[20:35]
Hlusta

Guðmundur Hallvarðsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Jón Bjarnason beindi til mín fyrirspurn varðandi vinnu í samgöngunefnd um að skoða aðra þætti sem hér hafa verið nefndir og vitnað hefur verið til fyrr í kvöld. Ég tel eðlilegt og að það gerist af sjálfu sér þegar við förum að skoða þessi frumvörp að við munum kalla aðila til viðtals og heyra hvernig þessi mál eru. Eins og samgöngunefnd hefur alltaf unnið, hratt og vel, og við höfum átt þar ágætt samstarf allir nefndarmenn. Ég á ekki von á öðru en það verði með ágætum áfram.

Varðandi þá hlutafélagagryfju sem hv. þingmaður talaði um held ég að hún sé grunn og hættulaus og auðvitað eigum við að skoða hana.