132. löggjafarþing — 108. fundur,  25. apr. 2006.

Upplýsingar og samráð í fyrirtækjum.

743. mál
[15:53]
Hlusta

félagsmálaráðherra (Jón Kristjánsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ástæðan er sú að þetta mál á nokkra forsögu. Við höfum ákveðið að innleiða einungis lágmarksákvæði tilskipunarinnar og við höfum vonir um að samkomulag geti tekist um að þau lágmarksákvæði gangi í gildi og verði í raun í gildi. Þarna er því verið að innleiða þessi lágmarksákvæði til upplýsingar og hagsbóta fyrir þá sem vinna hjá þessum fyrirtækjum og okkur finnst raunhæft að þetta geti tekið gildi á þennan hátt.