132. löggjafarþing — 109. fundur,  26. apr. 2006.

Samkeppnisstaða ríkisbanka á húsnæðismarkaði.

590. mál
[13:23]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Ég held að sú sérstaða sem hefur skapast með því að hafa sterkan Íbúðalánasjóð sé sú að hér hefur verið lánsfé á lægstu mögulegum vöxtum og hlutfall þeirra sem eiga húsnæði er hvergi hærra en hér á landi. Það er staðreynd, herra forseti, a.m.k. með því alhæsta.

Við skulum líka minnast þess að þegar bankarnir fóru af stað með sín íbúðalán höfðu íbúar landsbyggðarinnar ekki aðgang að þeim lánum nema á afarkjörum og afarvöxtum. En vegna þess að Íbúðalánasjóður var þar við hliðina urðu þeir að breyta um. Ég held þess vegna að það sé eitthvert albrýnasta mál nú að stöðva þessa einkavæðingaraðför að Íbúðalánasjóði. Með honum höfum við tryggt félagslegt jafnræði milli þegna landsins til íbúðabygginga.