132. löggjafarþing — 109. fundur,  26. apr. 2006.

Merkingar á erfðabreyttum matvælum.

606. mál
[13:41]
Hlusta

umhverfisráðherra (Sigríður A. Þórðardóttir) (S):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmönnum ágætar umræður. Þessi mál eru flókin og hafa á vegferðinni komið upp ýmis mál sem hefur þurft að leysa. Ég vænti þess að málin séu komin á síðasta stig þannig að þau fari að skýrast. Slíkar reglur koma þá til framkvæmda eftir að lögum hefur verið breytt.

Það er engin spurning í mínum huga um að það er mikilvægt fyrir neytendur að þessar merkingar verði á erfðabreyttum matvælum. Það er grundvallaratriði til þeir geti valið, hvort þeir vilja kaupa slíkar vörur eða velja annað.