132. löggjafarþing — 109. fundur,  26. apr. 2006.

Malarnáma í Esjubergi.

658. mál
[13:51]
Hlusta

umhverfisráðherra (Sigríður A. Þórðardóttir) (S):

Frú forseti. Það er algjörlega ljóst að í þessum efnum gilda reglur. Það eru í gildi reglur um frágang náma og það er auðvitað mjög nauðsynlegt að farið sé að þeim reglum. Þetta er á ábyrgð sveitarfélaganna, það er ekki hægt að deila neitt um það.

Mér hefur þótt gott að heyra þá orðræðu sem hér hefur farið fram þannig að menn eru meðvitaðir um þetta. Ég þykist viss um að þeir þingmenn sem hafa tekið til máls munu kannski hnippa í þá aðila sem hafa verið sérstaklega nefndir hér í dag. (MÁ: Þú ætlar að senda lögguna á þá.)