132. löggjafarþing — 109. fundur,  26. apr. 2006.

Umferðaröryggi á Kjalarnesi.

680. mál
[14:16]
Hlusta

Björgvin G. Sigurðsson (Sf):

Lengi verður, frú forseti, smátt smærra og dvergsmæð hæstv. ráðherra í umræðunni í dag verður örugglega lengi í minnum höfð og fer áreiðanlega í sögubækur Alþingis. Þvílík framganga, þvílíkur dólgsháttur að fela eigin umkomuleysi, að fela eigin ráðleysi og þá hlægilegu dapurlegu stöðu sem hæstv. ráðherra hefur innan ríkisstjórnarinnar, þar sem honum tekst ekki að fá neitt framkvæmdafé til neinna stórra framkvæmda.

Engar aðgerðaráætlanir liggja fyrir um stærstu verkefnin í landinu. Hann hleypur nú í skjól einkafyrirtækja til fjármögnunar á helstu samgönguverkefnum þjóðarinnar en uppnefnir fjarstadda sveitarstjórnarmenn úr ræðustól Alþingis, þar sem þeir fá engum vörnum við komið. Þvílík smámennska, virðulegi forseti. Þvílík framganga hjá ráðherra hvers ferill er einhver mesta vonbrigðaganga seinni tíma sögu í íslenskum stjórnmálum. (Forseti hringir.) Þvílíkur dólgsháttur.