132. löggjafarþing — 109. fundur,  26. apr. 2006.

ILO-samþykkt um uppsögn starfs af hálfu atvinnurekanda.

756. mál
[14:33]
Hlusta

Atli Gíslason (Vg):

Frú forseti. Þingflokkur VG hefur í þrígang flutt frumvarp til lögleiðingar á því að uppsagnir séu málefnalegar og rökstuddar og auk þess með miskaákvæði. Málið snýst um ákveðin grundvallaratriði sem ég veit að hæstv. félagsmálaráðherra skilur mætavel. Það snýst um virðingu fyrir fólki, það snýst um gegnsæi og það snýst um lýðræði.

Þessar samþykktir varðandi uppsagnir hafa verið lögleiddar í langflestum löndum Evrópu og ekki þótt neitt mál. Þetta er enginn kostnaðarauki fyrir fyrirtæki en uppsögn starfsmanns skiptir verulegu máli fyrir hann því að ómálefnaleg uppsögn stefnir lífsafkomu launamanna í hættu fyrir utan þá miklu móðgun sem felst í uppsögninni. Ég hvet því hæstv. ráðherra, auk þess að þakka fyrir svörin, til að horfa á þetta með opnum hug þannig að virðing starfsmanna og lýðræði og réttindi þeirra séu tryggð til fulls.